Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe tekur alla ábyrgð - „Besti tíminn til að sýna mitt rétta andlit“
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, segir að nú sé besti tíminn til að hann sýni sitt rétta andlit, en hann tekur alla ábyrgð á 2-1 tapi liðsins gegn Athletic Bilbao í gær.

Mbappe er með 10 mörk í 19 leikjum á þessu tímabili og tvær stoðsendingar, en tölur segja ekki allt.

Frammistaða hans hefur verið ofboðslega slök og leikmaðurinn átt í vandræðum með að koma sér fyrir í liðinu. Spænskir miðlar hafa talað um átök innan félagsins um fyrstu mánuði hans þar, en Florentino Perez, forseti Real Madrid, er sagður sá eini sem vildi fá hann til félagsins.

Hann skoraði um helgina en klúðraði tveimur algerum dauðafærum og átti síðan arfaslakan leik gegn Liverpool nokkrum dögum áður þar sem hann klúðraði meðal annars víti.

Mbappe átti aðra slaka frammistöðu í 2-1 tapinu gegn Athletic í gær en hann klúðraði vítaspyrnu í annað sinn. Hann átti stóran þátt í eina marki Real Madrid en þá varði markvörður Athletic skot hans út á Jude Bellingham sem skoraði.

Frakkinn mætti á samfélagsmiðla í gær til þess að tjá öllum að nú væri besti tíminn til að sýna hvað í honum býr.

„Slæm úrslit og stór mistök í leik þar sem hvert einasta smáatriði telur. Ég tek alla ábyrgð á þessu. Þetta er erfitt augnablik, en einnig besti tíminn til að breyta stöðunni og sýna mitt rétta andlit,“ skrifaði Mbappe á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner