Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 18:33
Ívan Guðjón Baldursson
Omer Riza stýrir Cardiff út tímabilið
Mynd: Getty Images
Velska félagið Cardiff City er búið að ráða Omer Riza sem bráðabirgðaþjálfara hjá sér út tímabilið.

Riza tók við sem bráðabirgðaþjálfari eftir að Erol Bulut var rekinn í lok september.

Cardiff er í 20. sæti Championship deildarinnar sem stendur, með 17 stig eftir 18 umferðir en síðasti sigur liðsins kom á heimavelli gegn Norwich fyrir rúmlega mánuði síðan.

Þrátt fyrir slaka stigasöfnun í síðustu leikjum þykir Riza vera að gera góða hluti við stjórnvölinn og hafa stjórnendur Cardiff ákveðið að gefa honum traustið.

Riza tók við Cardiff þegar liðið sat á botni deildarinnar en liðið er núna tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Riza er 45 ára gamall Englendingur með rætur að rekja til Kýpurs og Tyrklands sem hefur áður starfað sem aðalþjálfari hjá Cheshunt og Leyton Orient.
Athugasemdir
banner
banner