Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atlético og Sociedad lentu í vandræðum - Alavés úr leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Atlético Madrid, Sevilla og fleiri lið úr efstu deild spænska boltans mættu til leiks í spænska bikarnum í kvöld.

Atlético Madrid heimsótti Cacereno sem leikur í þriðju efstu deild og lenti undir í fyrri hálfleik.

Staðan var 1-0 í leikhlé en þá gerði Diego Simeone þrefalda skiptingu þar sem Clement Lenglet, Julián Alvarez og Marcos Llorente komu inn af bekknum.

Heimamenn í liði Cacereno héldu forystunni allt þar til á 83. mínútu, þegar Lenglet jafnaði metin með skalla eftir fast leikatriði frá Rodrigo De Paul.

Skömmu síðar fékk leikmaður heimamanna að líta seinna gula spjaldið sitt og tókst Atlético að sækja sigurinn í uppbótartíma verandi einum leikmanni fleiri. Fyrst gerði Adrián Peréz sjálfsmark á 92. mínútu áður en Julián Alvarez innsiglaði sigurinn eftir undirbúning frá De Paul á 96. mínútu.

Lokatölur urðu því 1-3 fyrir Atlético eftir að liðið hafði verið undir stærsta hluta leiksins.

Sevilla vann einnig 1-3 gegn liði úr þriðju efstu deild en sigurinn var talsvert auðveldari. Heimamenn í liði Olot fengu vítaspyrnu snemma leiks sem þeir klúðruðu og komst Sevilla í þriggja marka forystu þökk sé mörkum frá Gonzalo Montiel, Juanlu Sanchez og Kelechi Iheanacho.

Osasuna lenti tveimur mörkum undir gegn Ceuta og var 2-0 undir allt þar til Ante Budimir minnkaði muninn á 84. mínútu. Osasuna tókst að jafna skömmu síðar og gera svo sigurmark í uppbótartíma til að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Getafe þurfti þá vítaspyrnukeppni til að leggja Orihuela að velli á meðan Real Sociedad þurfti framlengingu til að sigra gegn Conquense. Orri Steinn Óskarsson var ekki í hóp hjá Sociedad vegna meiðsla.

Að lokum eru óvæntustu úrslit kvöldsins eftir, þar sem efstudeildarlið Alavés datt úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Deportiva Minera sem leikur í þriðju efstu deild.

Cacereno 1 - 3 Atletico Madrid
1-0 Alvaro Merencio ('30)
1-1 Clement Lenglet ('83)
1-2 Adrian Perez ('92, sjálfsmark)
1-3 Julian Alvarez ('96)
Rautt spjald: Jaime Sancho, Cacereno ('85)

Ceuta 2 - 3 Osasuna
1-0 Redruello Nimo ('41)
2-0 Jamelli ('69)
2-1 Ante Budimir ('84)
2-2 Raul Garcia ('87)
2-3 Redruello Nimo ('93, sjálfsmark)

Olot 1 - 3 Sevilla
0-0 Chema Moreno, misnotað víti ('18)
0-1 Gonzalo Montiel ('22, víti)
0-2 Juanlu Sanchez ('48)
0-3 Kelechi Iheanacho ('73)
1-3 O. Ayala ('92)

Conquense 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez ('92)

Deportiva Minera 2 - 2 Alaves 4-2 í vítaspyrnukeppni
1-0 J. Mas ('33)
1-1 K. Garcia ('60)
2-1 S. Baradji ('107)
2-2 K. Garcia ('108, víti)

Orihuela 0 - 0 Getafe 0-3 í vítaspyrnukeppni

Andorra 0 - 1 FC Cartagena

Barakaldo 1 - 2 Racing Ferrol

Marbella 1 - 0 Burgos

Ponferradina 1 - 1 Castellon 4-3 í vítaspyrnukeppni

Athugasemdir
banner