Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. janúar 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ekki með marga leikmenn til staðar
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir Manchester United í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld og er Pep Guardiola án margra leikmanna vegna Covid.

Man City var án sex leikmanna gegn Chelsea á sunnudaginn en vann þrátt fyrir það sannfærandi sigur. Guardiola telur þó að mikið leikjaálag geti komið niður á leikmönnum í grannaslagnum.

„Við erum ekki með marga leikmenn til staðar. Það er allt í lagi að spila einn eða tvo leiki svona en það verður ótrúlega erfitt að gera það yfir lengri tíma. Sérstaklega þegar þú ert bara með 14-15 leikmenn til staðar," sagði Guardiola.

„Við verðum að reyna að vinna okkur í gegnum þetta og það sem er mikilvægast er að strákarnir sem eru með Covid nái fullum bata.

„Það eru önnur félög í vandræðum vegna veirunnar eins og til dæmis Newcastle."


Guardiola endaði á því að gagnrýna það að enski boltinn sé enn í gangi á meðan margt annað í landinu er stopp vegna Covid.

„Þegar fólk segir að knattspyrnumenn eru sérstakir þá er það kannski satt. Við trúðum því ekki áður, ég hélt alltaf að læknar, kennarar, arkítektar og allar aðrar manneskjur væru eins en það lítur ekki út fyrir það. Það er allt lokað nema fótboltaheimurinn."

Gabriel Jesus, Ederson, Kyle Walker, Eric Garcia og Ferran Torres eru allir með Covid. Þá eru Nathan Ake og Aymeric Laporte frá vegna meiðsla.

Í liði Man Utd er Edinson Cavani í leikbanni á meðan Phil Jones og Marcos Rojo eru meiddir. Victor Lindelöf er tæpur.
Athugasemdir
banner
banner
banner