Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 11:10
Magnús Már Einarsson
Guðbjörg til Arna-Björnar (Staðfest)
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við norska félagið Arna-Björnar.

Hin 35 ára gamla Guðbjörg yfirgaf Djurgarden í Svíþjóð á dögunum en hún sneri aftur á fótboltavöllinn í lok síðasta árs eftir að hafa eignast tvíbura.

Guðbjörg og Mia Jalkerud unnusta hennar hafa núna báðar samið við Arna-Björnar. Auk þess að verja markið þá mun Guðbjörg starfa sem markmannsþjálfari hjá Arna-Björnar.

„Ég fékk fullt af spurningum um að koma að spila á Íslandi en ég er ekki alveg þar núna. Mig langar að spila í sterkari deild og vera í meira atvinnumannaumhverfi. Ég er því mjög ánægð með þessa lendingu. Ég ætla mér að sjálfsögðu að komast í eins gott form og hægt er, og fannst ég liggur við orðin betri núna í haust en ég var fyrir óléttuna. Ég sé enga ástæðu til að ég geti ekki verið eins góð og ég var,“ sagði Guðbjörg við Vísi um félagaskiptin.

Guðbjörg á 64 A landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en hún spilaði síðast með landsliðinu í júní 2019. Hún gæti nú komið aftur inn í hópinn í landsliðinu fyrir EM í Englandi árið 2022.

Arna-Björnar endaði í áttunda sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner