Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno sektaður um rúmar 4,3 milljónir króna
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið sektaður um 25 þúsund pund, að andvirði rúmlega 4,3 milljóna íslenskra króna.

Sektina fær Nuno vegna ummæla um Lee Mason, dómara, eftir leik gegn Burnley.

„Þetta var erfiður leikur. Dómari leiksins var ekki með þau gæði til að dæma leik í úrvalsdeildarleik. Þetta er þekkt vandamál, við höfum fengið Lee Mason áður. Þetta snýst ekki um stór atvik eða ákvarðanir, þetta snýst um hvernig hann stýrir leiknum," sagði Nuno eftir leikinn sem Wolves tapaði.

„Leikmenn verða stressaðir, hann flautar þegar hann heyrir hljóð frá leikmönnum. Við erum að tala um bestu deildina en hann er ekki með gæðin til að flauta leikinn."

„Ég vil hreinlega ekki sjá hann oftar, ég sagði við hann að ég vona að hann dæmi ekki hjá okkur aftur. Hann getur ekki stýrt leikmönnum, þeir eru sífelt að tuða í honum. Aðrir dómarar leyfa leiknum að fljóta."

Nuno vildi ekki biðjast afsökunar og fannst enska knattspyrnusambandið hann hafa farið yfir strikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner