Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. janúar 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk fékk meistarahring frá Lyon
Sara með Meistaradeildarbikarinn.
Sara með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Sara er fyrirliði Íslands.
Sara er fyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, fékk í dag afhentan sérstakan hring fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með franska félaginu Lyon á síðustu leiktíð.

Sara og allir liðsfélagar hennar fengu sérstakan meistarahring, en Lyon vann Wolfsburg - fyrrum félag Söru - í úrslitaleiknum síðasta sumar. Sara átti frábæran leik fyrir Lyon í úrslitaleiknum og skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri.



Þetta var í fimmta sinn í röð sem Lyon vinnur Meistaradeildina og í sjöunda sinn í heildina. Vonandi mun Sara vinna keppnina oftar.

Sara var á dögunum kjörin íþróttamaður ársins í annað sinn. Hún átti magnað ár þar sem hún vann Meistaradeildina önnur Íslendinga og leiddi Ísland á sitt fjórða Evrópumót í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner