Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 06. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi búinn að jafna sig af veirunni - Óvissa með næsta leik
Mynd: EPA
Lionel Messi leikmaður Paris Saint Germain greindist með Covid veiruna á dögunum og missti því af fyrsta leik ársins.

Þá mætti PSG liði Vannes í bikarnum og PSG sigraði nokkuð örugglega 4-0 þar sem Mbappe skoraði þrennu.

Hann var í Argentínu þegar hann greindist en hann flaug aftur til Parísar í gær. Félagið segir að hann muni byrja að æfa aftur á næstu dögum.

Liðið á leik gegn Lyon á sunnudaginn og það er óvíst hvort hann muni vera klár í slaginn fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner