Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 06. janúar 2022 14:50
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Hituðu upp fyrir leik sem þeir vissu að færi ekki fram
Inter í upphitun fyrir leik sem menn vissu að færi ekki fram.
Inter í upphitun fyrir leik sem menn vissu að færi ekki fram.
Mynd: EPA
Leikur Bologna og Inter í ítölsku A-deildinni í dag fór ekki fram en lið Bologna er í sóttkví vegna Covid smita. Ítalska A-deildin neitar að fresta leikjum með formlegum hætti og Inter ferðaðist því í leikinn.

Það var súrrealískt andrúmsloft á Stadio Renato Dall'Ara enda mættu leikmenn Inter út á völlinn og hituðu upp. Dómararnir mættu einnig, hituðu upp og fóru í gegnum sitt hefðbundna ferli, prófuðu meðal annars virkni marklínutækninnar á vellinum.

„Það er algjör ringulreið. Heilbrigðisyfirvöld eru farin að ákveða frestanir á leikjum. Bologna var tilbúið að spila leikinn áður en liðið var sett í sóttkví," segir Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter.

Ef lið mætir ekki til leiks á því að vera dæmt 3-0 tap en á síðasta tímabili áfrýjaði Napoli eftir að liðinu var dæmt tap gegn Juventus við sams konar aðstæður. Félagið vann málið og leikurinn var á endanum spilaður á nýjum tíma.

Sjá einnig:
Covid ringulreið á Ítalíu - Lið ætla að mæta og fara fram á 3-0 sigur
Napoli og Milan spila vængbrotin í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner