Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2022 11:04
Elvar Geir Magnússon
Napoli og Milan spila vængbrotin í dag
Luciano Spalletti er með veiruna.
Luciano Spalletti er með veiruna.
Mynd: EPA
Stefano Pioli.
Stefano Pioli.
Mynd: Getty Images
Það er mikil ringulreið í kringum umferð dagsins í ítölsku A-deildinni eins og fjallað var um í morgun. Ljóst er að fjórir af þeim leikjum sem voru á dagskrá munu ekki vera spilaðir, allavega ekki í dag.

Napoli og AC Milan munu spila í dag, gegn Juventus og Roma, en óhætt er að segja að bæði lið mæti ansi vængbrotin til leiks.

Langur fjarverulisti hjá Napoli
Napoli ferðaðist til Tórínó í gær án margra lykilmanna. Victor Osimhen, Mario Rui, Alex Meret, Hirving Lozano og Kevin Malcuit eru allir með Covid og það sama á við um þjálfara liðsins, Luciano Spalletti.

Ofan á þetta er Fabian Ruiz meiddur; Kalidou Koulibaly og Zambo Anguissa farnir í Afríkukeppnina og Piotr Zielinski, Amir Rrahmani og Stanis Lobotka hafa verið skipaðir í sóttkví þar sem þeir eru ekki fullbólusettir.

Napoli er samsagt án síns aðal miðvarðapars, miðjumanna og framherja.

Milan ekki í mikið betri málum
AC Milan tilkynnti um þrjú Covid tilfelli í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum smituðust Fikayo Tomori, Alessio Romagnoli og Davide Calabria. Varnarmaðurinn Simon Kjær verður frá út tímabilið vegna hnémeiðsla svo Stefano Pioli er án sinna byrjunarliðsmanna í öftustu línu.

Piolo getur treyst á Zlatan Ibrahimovic, Ante Rebic og Rafael Leao í sóknarleiknum en þeir Franck Kessie, Fode Ballo-Touré og Ismael Bennacer eru ekki með vegna Afríkukeppninnar.

Átta leikmenn Hellas Verona smitaðir
Hellas Verona er með átta leikmenn smitaða af Covid fyrir leik liðsins gegn Spezia. Liðið fékk samt sem áður grænt ljós á að ferðast í leikinn í dag.

Leikirnir sem munu fara fram í dag:
11:30 Sampdoria - Cagliari
13:30 Lazio - Empoli
13:30 Spezia - Verona
15:30 Sassuolo - Genoa
17:30 Milan - Roma
19:45 Juventus - Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner