Mirror setti saman úrvalslið skipað efnilegum ungstirnum sem gætu orðið að stórum nöfnum á árinu sem er nýhafið. Leikmennirnir eiga það sameiginlegt að vera fæddir eftir 1. janúar 2002 og hefja því þetta ár sem táningar.
Leikmenn á borð við Ansu Fati, Pedri og Gavi (Barcelona); Jude Bellingham og Giovanni Reyna (Borussia Dortmund) eða Eduardo Camavinga (Real Madrid) eru ekki í liðinu enda allir orðnir risastór nöfn í heimsfótboltanum.
Leikmenn á borð við Ansu Fati, Pedri og Gavi (Barcelona); Jude Bellingham og Giovanni Reyna (Borussia Dortmund) eða Eduardo Camavinga (Real Madrid) eru ekki í liðinu enda allir orðnir risastór nöfn í heimsfótboltanum.
Líklegt er að leikmennirnir í þessu úrvalsliði verði seldir fyrir háar fjárhæðir í framtíðinni.
Josko Gvardiol (RB Leipzig) - Króatinn kom til RB Leipzig frá Dinamo Zagreb og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður.
Aaron Hickey (Bologna) - Skotanum unga hefur verið líkt við Andy Robertson. Bakvörður sem er fæddur í Glasgow og kom til Bologna frá Hearts en hann getur einnig spilað á miðjunni.
Pape Sarr (Metz/Tottenham) - Senegalski landsliðsmaðurinn er varnartengiliður en er þegar kominn með fjögur mörk á tímabilinu.
Florian Wirtz (Bayer Leverkusen) - Þessi átján ára sóknarmiðjumaður er þegar orðin stjarna í þýsku Bundesligunni. Kominn með fjóra landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað 18 mörk fyrir Leverkusen.
Athugasemdir