Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. janúar 2023 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Coady: Verðum að berjast fyrir Lampard og félagið
Mynd: EPA

Conor Coady varnarmaður Everton var að vonum virkilega svekktur með tapið gegn Manchester United í Enska bikarnum í kvöld.


Það er mikil pressa á Frank Lampard stjóra liðsins eftir leik kvöldsins og spurning hvort hann verði við stjórnvölin um næstu helgi þegar liðið mætir aftur til leiks í deildinni.

Coady var spurður út í stöðuna hjá Lampard eftir leikinn.

„Ég vil ekki ræða það, stjórinn er stórkostlegur. Hann skilur félagið, það sem hann gerir daglega er mjög gott. Við verðum að halda áfram að hlusta á hann," sagði Coady.

„Fólk mun segja það sem þau segja en við verðum að halda áfram að berjast fyrir hann, teymið og félagið."


Athugasemdir
banner