Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. janúar 2023 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Terry fékk fyrsta tækifærið undir stjórn Vialli - „Mikill herramaður"
John Terry
John Terry
Mynd: Getty Images

Gianluca Vialli fyrrum leikmaður og stjóri Chelsea lést í dag aðeins 58 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein.


Vialli lék með liðinu frá 1996-1999 og var spilandi stjóri frá 1998. Hann stýrði liðinu til ársins 2000.

John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea minntist Vialli en sá ítalski gaf honum sitt fyrsta tækifæri í liðinu árið 1998.

„Er með brotið hjarta, hvíli í friði Luca Vialli. Maðurinn sem gaf mér tækifæri í fyrsta leiknum hjá Chelsea og ég mun vera þakklátur fyrir það alla ævi. Mikill herramaður sem verður sárt saknað. Ég sendi samúðarkveðju til fjölskyldu Vialli á þessum hrikalega sorglega degi," skrifaði Terry.


Athugasemdir
banner
banner
banner