Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 06. febrúar 2019 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni með stórsigur í könnun á meðal aðildarfélaga
Stöð 2 Sport gerði könnunina
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fóru fram kappræður á milli formannsframbjóðenda KSÍ á Stöð 2 Sport. Frambjóðendurnir eru Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, og Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ.

Þeir berjast um formannssætið, en kosið verður um það á ársþingi KSÍ þann 9. febrúar.

Undir lokin á kappræðunum var birt könnun, en Stöð 2 Sport hafði haft samband við aðildarfélög KSÍ, sem kjósa um formanninn, og beðið um svör, Guðni eða Geir. Henry Birgir Gunnarsson, sem stjórnaði umræðunum, sagði að félögin hefðu flest haldið spilunum þétt að sér, en rúmlega þriðjungur svaraði.

Svo var niðurstaða könnunarinnar birt og þá kom í ljós að Geir myndi fá 12% atkvæða frá þeim sem svöruðu en Guðni 88%.

„Ég trúi ekki þessum tölum, þetta endurspeglar ekki stöðuna sem er í dag," sagði Geir þegar tölurnar birtust.

„Þetta er heldur hærra en ég bjóst við, en ég er þakklátur fyrir stuðninginn," sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner