Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   sun 19. maí 2024 18:34
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög öruggur sigur hjá okkur. Skoru úr hluta þeirra færa sem við fengum í fyrri hálfleik. Síðan fannst mér við vera með stjórn á þessu allan tíman.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 5-0 sigur á Fylki í bikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  0 Fylkir

Þrátt fyrir að hafa skorað 5 mörk í dag voru Þróttarar oft líklegar að bæta við. Gífurlega góður leikur í dag hjá Þrótturum.

Ég er mjög ánægður með þessa frammistöðu í dag. Það sem við höfum verið að dragnast með í deildinni er að nýta ekki færin. Það hélt aðeins áfram í dag en þegar þú skorar þá losnar aðeins um. Ég ætla ekkert að fara að kvarta en vinnuframlagið og spilamennskan var góð í dag. Það væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira.

Það var ekki langt síðan þessi lið mættust. Þá fór leikurinn 1-1 en sá Ólafur einhvern mun á þeim leikjum?

Fylkisliðið er mjög kröftugt lið. Ég held að það séu einhverjar sem spiluðu fyrri leikinn sem spiluðu ekki þennan leik. Þetta gerist bara stundum. Munurinn var að við vorum með betri stjórn á leiknum í dag og í stöðunni 3-0 er oft erfitt að koma til baka.

Ólafur segir í lokin að hann eigi engan drauma andstæðing í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir