„Mjög öruggur sigur hjá okkur. Skoru úr hluta þeirra færa sem við fengum í fyrri hálfleik. Síðan fannst mér við vera með stjórn á þessu allan tíman.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 5-0 sigur á Fylki í bikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 - 0 Fylkir
Þrátt fyrir að hafa skorað 5 mörk í dag voru Þróttarar oft líklegar að bæta við. Gífurlega góður leikur í dag hjá Þrótturum.
„Ég er mjög ánægður með þessa frammistöðu í dag. Það sem við höfum verið að dragnast með í deildinni er að nýta ekki færin. Það hélt aðeins áfram í dag en þegar þú skorar þá losnar aðeins um. Ég ætla ekkert að fara að kvarta en vinnuframlagið og spilamennskan var góð í dag. Það væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira.“
Það var ekki langt síðan þessi lið mættust. Þá fór leikurinn 1-1 en sá Ólafur einhvern mun á þeim leikjum?
„Fylkisliðið er mjög kröftugt lið. Ég held að það séu einhverjar sem spiluðu fyrri leikinn sem spiluðu ekki þennan leik. Þetta gerist bara stundum. Munurinn var að við vorum með betri stjórn á leiknum í dag og í stöðunni 3-0 er oft erfitt að koma til baka.“
Ólafur segir í lokin að hann eigi engan drauma andstæðing í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikarnum.
Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.