Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Liverpool og Man City
Ozan Kabak á æfingu með Liverpool.
Ozan Kabak á æfingu með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Manchester City á Anfield.

Fyrir leikinn er Liverpool sjö stigum á eftir City, sem er á toppi deildarinnar. City á þá leik til góða og því augljóst að Liverpool má við engu öðru en sigri á morgun.

Aðal spurningin fyrir morgundaginn er hverjir verða miðverðir Liverpool.

Þeir Jordan Henderson og Nathaniel Phillips spiluðu í miðvarðarstöðunum í 1-0 tapi gegn Brighton í vikunni.

Guardian spáir því að Fabinho komi inn í liðið eftir meiðsli og Ozan Kabak, sem var fenginn á láni frá Schalke á gluggadeginum, komi inn í liðið með honum.

Henderson muni færa sig upp á miðjuna með Thiago og Georginio Wijnaldum. Það mun svo líklega koma engum á óvart hverjir verða fremstu þrír; Firmino, Mane og Salah.

Guardian spáir því að Kyle Walker og Oleksandr Zinchenko verði bakverðir hjá Manchester City. Gundogan og Fernandinho byrji á miðjunni og Phil Foden muni einnig byrja. Kevin de Bruyne og Sergio Aguero eru að glíma við meiðsli.

Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.
Athugasemdir
banner