Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 06. febrúar 2023 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Armas, Skubala og Gallardo stýra Leeds gegn Man Utd
Chris Armas ásamt Ralf Rangnick.
Chris Armas ásamt Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images

Jesse Marsch var rekinn frá Leeds United í dag og er úrvalsdeildarfélagið í leit að nýjum knattspyrnustjóra.


Ýmsir þjálfarar hafa verið nefndir til sögunnar en þangað til rétti maðurinn er fundinn munu Michael Skubala, Paco Gallardo og Chris Armas stýra Leeds.

Skubala er fyrrum landsliðsþjálfari Englands í Futsal en var ráðinn sem yfirþjálfari U21 liðs Leeds í fyrra á meðan Gallardo hefur yfirumsjón með yngriflokkastarfi félagsins.

Armas var ráðinn til Leeds í janúar en hann hafði áður starfað með Jesse Marsch hjá New York frá 2015 til 2018. Áður var Armas partur af þjálfarateymi Ralf Rangnick hjá Manchester United.

Þeir þrír munu því vera á hliðarlínunni þegar Leeds heimsækir Manchester United á Old Trafford á miðvikudaginn. Þeir gætu enn verið við stjórn þegar liðin mætast svo aftur á Elland Road fjórum dögum síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner