Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Yamal muni færa sig yfir í goðsagnakennt númer
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Rivaldo, fyrrum leikmaður Barcelona, telur að Lamine Yamal muni á næstunni skipta um treyjunúmer hjá Katalóníustórveldinu.

Yamal er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar heillað alla heimsbyggðina með frammistöðu sinni.

Yamal hefur klæðst treyju númer 19 hjá Barcelona en Rivaldo telur að táningurinn muni fljótlega skipta yfir í goðsagnarkennt númer hjá Börsungum.

„Hann spilar eins og hann sé 25 ára. Það hefur nú þegar verið talað um að hann verði númer 10 á næsta tímabili og ég er viss um að fljótlega verði talað um hann sem besta leikmann í heimi," segir Rivaldo.

Rivaldo klæddist sjálfur treyju númer 10 hjá Barcelona en Lionel Messi er að sjálfsögðu besti leikmaðurinn sem hefur verið með það númer á bakinu. Hann var númer 10 hjá Barcelona í fjöldamörg ár og er klárlega einn besti fótboltamaður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner