Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. mars 2018 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður tekinn af velli eftir mistök
Misskilningur á milli hans og markvarðarins sem var kominn langt út úr markinu
Mynd: Getty Images
Birkir kom inn á sem varamaður.
Birkir kom inn á sem varamaður.
Mynd: Getty Images
Jón Daði kom líka inn á sem varamaður.
Jón Daði kom líka inn á sem varamaður.
Mynd: Anna Þonn
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon lék 64 mínútur fyrir Bristol City er liðið tapaði mikilvægum stigum gegn Preston í Championship-deildinni á þessu þriðjudagskvöldi.

Hörður gerðist sekur um mistök í fyrra marki Preston en einnig er hægt að setja stórt spurningarmerki við Frank Fielding, markvörð Bristol, sem var kominn langt út úr marki sínu.



Hörður, sem komst nálægt því að skora í leiknum, var tekinn af velli, eins og fyrr segir, á 64. mínútu en þá var staðan enn 1-0. Bristol tókst að jafna metin á 67. mínútu en sigurmark Preston kom á 69. mínútu.

Bristol féll úr umspilssæti með þessu tapi og er nú í sjöunda sæti.




Úr öðrum leikjum kvöldsins ber að nefna að Birkir Bjarnason spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 3-0 sigri Aston Villa á botnliði Sunderland.

Birkir virðist vera búinn að missa sætið í byrjunarliðinu hjá Aston Villa eftir að hafa sýnt frábæra takta eftir áramót.

Aston Villa er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Cardiff sem vann 2-1 sigur á Barnsley í kvöld. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki með vegna meiðsla.

Þá lék Jón Daði Böðvarsson frá 73. mínútu þegar Reading gerði 1-1 jafntefli við Bolton.

Reading er fimm stigum frá fallsæti.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

Birmingham 0 - 1 Middlesbrough
0-1 Patrick Bamford ('39 )

Burton Albion 0 - 2 Brentford
0-1 McFadzean ('60 )
0-2 Ollie Watkins ('80 )

Cardiff City 2 - 1 Barnsley
1-0 Callum Paterson ('31 )
2-0 Grujic ('47 )
2-1 Oliver McBurnie ('60 )

Fulham 3 - 0 Sheffield Utd
1-0 Aleksandar Mitrovic ('31 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('44 )
3-0 Tom Cairney ('61 )

Hull City 1 - 2 Millwall
0-1 Saville ('1 )
0-2 Jake Cooper ('33 )
1-2 Abel Hernandez ('79 )

Norwich 0 - 0 Nott. Forest

Preston NE 2 - 1 Bristol City
1-0 Alan Browne ('20 )
1-1 Famara Diedhiou ('67 )
2-1 Sean Maguire ('69 )

QPR 1 - 1 Derby County
0-1 Andreas Weimann ('38 )
1-1 Massimo Luongo ('87 )

Sheffield Wed 1 - 2 Ipswich Town
0-1 Martyn Waghorn ('51 )
1-1 Lucas Joo ('69 )
1-2 Martyn Waghorn ('83 )

Sunderland 0 - 3 Aston Villa
0-1 Lewis Grabban ('35 )
0-2 James Chester ('45 )
1-2 Bryan Oviedo ('66 , sjálfsmark)

Reading 1 - 1 Bolton
1-0 Barrow ('32 )
1-1 Adam Le Fondre ('45 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner