Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. mars 2023 12:21
Elvar Geir Magnússon
Tilkynnir á miðvikudag landsliðshópinn sem mætir Íslandi
Icelandair
Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu/Hersegóvínu.
Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu/Hersegóvínu.
Mynd: EPA
Faruk Hadzibegic mun á miðvikudag tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp en hann tók við Bosníu/Hersegóvínu í janúar. Bosnía tekur á móti Íslandi í undankeppni HM þann 23. mars og leikur svo gegn Slóvakíu þremur dögum síðar.

Það er reyndar ekki alveg rétt að þetta sé fyrsti landsliðshópur Hadzibegic en hann stýrði Bosníu áður 1999 og þá var hann landsliðsþjálfari Svartfjallalands 2019-2020.

Ummæli Hadzibegic í janúar vöktu athygli en þar sagði hann Íslendinga ekki hafa mikla trú á landsliði Bosníu. Væntanlega einhver sálfræðihernaður þar í gangi þar sem ekki er vitað til þess að neinn tengdur íslenska landsliðinu hafi eitthvað verið að tala Bosníu niður.

Á þjálfaraferlinum hefur Hadzibegic meðal annars stýrt Rauðu Stjörnunni í Belgrad og Real Betis á Spáni auk þess að þjálfa frönsk og tyrknesk félagslið.

Sem leikmaður lék hann sem 'sweeper' í vörninni og 61 landsleik fyrir gömlu Júgóslavíu á árunum 1982-1992. Hann hefur einnig komið með öðrum hætti að fótboltanum en í rúmt ár var hann forseti FK Sarajevo.

Ein af stærstu stjörnum heimamanna verður ekki með í komandi landsleikjum því Miralem Pjanic varafyrirliði liðsins hefur tilkynnt að hann verði ekki með vegna meiðsla.

Fyrirliði landsliðs Bosníu er Edin Dzeko, sóknarmaðurinn reyndi hjá Inter. Meðal annarra þekktra leikmanna er Sead Kolasinac, fyrrum leikmaður Arsenal. Kolasinac skoraði sigurmark Marseille gegn Rennes í frönsku deildinni í gær.
Athugasemdir
banner