Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. júní 2021 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Fylkir enn án sigurs eftir tap gegn Stjörnunni
Betsy Doon Hassett skoraði sigurmark Stjörnunnar
Betsy Doon Hassett skoraði sigurmark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 2 Stjarnan
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('15 )
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('38 )
1-2 Betsy Doon Hassett ('54 )

Stjarnan vann Fylki 2-1 er liðin mættust á Würth-vellinum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en Fylkisliðið er enn án sigurs eftir fyrstu fimm leikina.

Fylkisliðið komst yfir eftir aðeins fimmtán mínútna leik en það var Hulda Hrun Arnarsdóttir sem gerði markið eftir sendingu frá Shannon Simon.

Á 38. mínútu jafnaði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrir Stjörnuna en Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti öflugt skot sem hafnaði í slánni og datt boltinn fyrir Katrínu sem skoraði.

Heiða Ragney Viðarsdóttir var nálægt því að koma Stjörnunni yfir áður en fyrri hálfleikurinn var úti en Tinna Brá gerði vel í markinu.

Stjarnan hélt uppteknum hætti í þeim síðari og tókst að komast yfir með marki frá Betsy Doon Hassett á 54. mínútu. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti sendingu á Betsy sem keyrði inn í teig og kláraði örugglega.

Shannon Simon komst næst því að jafna fyrir Fylki þegar sex mínútur voru eftir en hún átti bylmingsskot sem Chante Sherese Sandiford varði í slá.

Þessi markvarsla reyndist mikilvæg og fór Stjarnan með sigur af hólmi. Liðið er með 7 stig á meðan Fylkir er aðeins með 2 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner