Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. júní 2021 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Belgía marði sigur á Króatíu - Noregur tapaði
Romelu Lukaku fagnar marki sínu gegn Króatíu
Romelu Lukaku fagnar marki sínu gegn Króatíu
Mynd: EPA
Belgía vann Króatíu 1-0 í vináttulandsleik í kvöld en þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir Evrópumótið sem hefst næstu helgi.

Romelu Lukaku skoraði eina mark kvöldsins en það gerði hann á 38. mínútu. Hann gerði markið af stuttu færi eftir að Jason Denayer vann skallaeinvígi í teignum.

Belgía mætir Rússum í fyrsta leik á EM þann 12. júní eða eftir sex daga á meðan Króatía spilar við Englendinga sólarhring síðar.

Grikklan lagði þá Noreg að velli, 2-1. Giorgos Masouras skoraði fyrsta markið á 13. mínútu áður en Thanasis Androutsos bætti við öðru átta mínútum síðar. Stefan Strandberg minnkaði muninn á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Martin Ödegaard.

Úrslit og markaskorarar:

Noregur 1 - 2 Grikkland
0-1 Giorgos Masouras ('13 )
0-2 Thanasis Androutsos ('21 )
1-2 Stefan Strandberg ('64 )

Belgía 1 - 0 Króatía
1-0 Romelu Lukaku ('38 )

Athugasemdir
banner
banner