„Þetta var bara okkar lélegasti leikur í sumar og byrjum enn einu sinni að grafa okkar eigin gröf í byrjun. Mjög erfitt eftir það og það er ennþá erfiðara einhvern veginn að rífa sig upp þegar svekkelsið er mikið að fá á sig mörg mörk. Fáum á okkur tvö mörk og dauðafæri eftir fyrstu fimmtán, en það er bara að spyrna í," sagði Jón Stefán Jónsson þjálfari Þór/KA eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 0 Þór/KA
Þór/KA fær á sig tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Hann telur það vera reynsluleysi í bland við einbeitingarleysi í upphafi leiks.
„Það sem klikkar í mörkunum er augljóst, þær vinna hann af okkur á miðjunni þegar við erum að reyna að spila upp og við reynum að snúa inn í menn sem er reynsluleysi í bland við einbeitingarleysi og það á að vera tiltölulega auðvelt að laga það."
Næsti leikur Þór/KA er í bikarnum á föstudaginn á Selfossi.
„Það verður betri leikur en þetta, það er alveg morgunljóst. Því þetta er ekki í boði aftur."
Það styttist í EM og Jón Stefán vildi ekkert tjá sig um landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.
„Ég held að það sé best að við þjálfararnir séum ekkert að tjá okkur um það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.