Albert Guðmundsson er í fyrsta landsliðshópi Age Hareide sem var tilkynntur núna rétt í þessu.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári þar sem Albert er valinn í hópinn.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári þar sem Albert er valinn í hópinn.
Hareide, sem tók við stjórn íslenska liðsins fyrr á þessu ári, gaf það út fyrir nokkrum vikum að Albert yrði í sínum fyrsta hóp og hann stóð við það.
„Albert hefur átt gott tímabil með Genoa og ég hef fylgst vel með honum á WyScout," sagði Hareide á fundinum í dag.
Hann sagði jafnframt að hann hefði rætt við leikmenn sem hefðu spilað með Genoa um Albert, þar á meðal landa sinn Leo Ostigard sem leikur núna með Napoli. „Hvað varðar tæknilega getu þá er hann líklega besti leikmaður liðsins," sagði Hareide á fundinum og verður fróðlegt að sjá í hvaða hlutverki Albert verði í komandi verkefni gegn Slóvakíu og Portúgal. Albert hefur ekki náð að springa út með landsliðinu enn sem komið er en þetta gæti verið nýtt upphaf fyrir hann.
Sjá einnig:
Landsliðshópurinn - Kristian Hlynsson valinn
Athugasemdir