Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 06. júní 2024 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðstoðarmaður Postecoglou ráðinn til Birmingham (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Chris Davies hefur verið ráðinn stjóri Birmingham sem leikur í C deild á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Championship deildinni á síðustu leiktíð.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning. Hann tekur við af Tony Mowbray tilkynnti í síðasta mánuði að hann gæti ekki haldið áfram hjá liðinu vegna veikinda.


Davies er 39 ára gamall Englendingur en Birmingham nældi í hann frá Tottenham þar sem hann var aðstoðarmaður Ange Postecoglou. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham en félögin komust að samkomulagi um bætur.

Hann var lengi vel hægri hönd Brendan Rodgers. Hann var aðstoðarþjálfari Swansea og Leicester og var í teymi Rodgers hjá Liverpool. Swansea reyndi að fá hann fyrir áramót án árangurs.


Athugasemdir
banner