Chris Davies hefur verið ráðinn stjóri Birmingham sem leikur í C deild á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Championship deildinni á síðustu leiktíð.
Hann skrifar undir fjögurra ára samning. Hann tekur við af Tony Mowbray tilkynnti í síðasta mánuði að hann gæti ekki haldið áfram hjá liðinu vegna veikinda.
Davies er 39 ára gamall Englendingur en Birmingham nældi í hann frá Tottenham þar sem hann var aðstoðarmaður Ange Postecoglou. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham en félögin komust að samkomulagi um bætur.
Hann var lengi vel hægri hönd Brendan Rodgers. Hann var aðstoðarþjálfari Swansea og Leicester og var í teymi Rodgers hjá Liverpool. Swansea reyndi að fá hann fyrir áramót án árangurs.
The Club are delighted to confirm the appointment of Chris Davies as Men's First Team Manager. ????
— Birmingham City FC (@BCFC) June 6, 2024