Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmdur sekur eftir að hafa ráðist á Roy Keane
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Scott Law, 43 ára gamall stuðningsmaður Arsenal, var í morgun dæmdur sekur fyrir að hafa ráðist á Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United, á síðasta ári.

Law skallaði Keane á Emirates-vellinum eftir leik Arsenal og Man Utd. Keane var þar við vinnu sem sérfræðingur Sky Sports í kringum leikinn.

Law reyndi að verja sig fyrir dómi með því að halda því fram að Keane hefði verið agressívur og um hefði verið að ræða sjálfsvörn. Dómurinn taldi Law ekki trúanlegan og dæmdi hann sekan.

Law má ekki mæta á fótboltaleik á Englandi í þrjú ár og þarf að sinna samfélagsþjónustu í 80 tíma.

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél sem náðist eftir að Law hafði skallað Keane. Micah Richards, sem var einnig að starfa sem sérfræðingur í kringum leikinn, aðstoðaði Keane eins og sjá má.


Athugasemdir
banner
banner