Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fim 06. júní 2024 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með hópnum gegn Íslandi þrátt fyrir að fara ekki á mótið
Icelandair
Jarell Quansah, varnarmaður Liverpool, verður hluti af leikmannahópi Englands fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á morgun þrátt fyrir að vera ekki í lokahópnum sem fer á EM.

Englendingar tilkynntu í dag lokahóp sinn fyrir mótið og er Quansah ekki þar á meðal. Hann var í úrtakshópnum eftir að hafa leikið vel með Liverpool.

Fimm af leikmönnunum sem voru skornir úr hópnum eru farnir í sumarfrí en Quansah fær að vera með á morgun.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti þetta á fréttamannafundi.

Ef hann spilar gegn Íslandi, þá verður það hans fyrsti landsleikur.
Athugasemdir
banner