Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjörnumenn bara litlir - „Langaði að vera heima undir teppi"
Stjarnan hefur ekki riðið feitum hesti að undanförnu.
Stjarnan hefur ekki riðið feitum hesti að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn er án félags.
Óskar Hrafn er án félags.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sanngjarn sigur á lélegum Stjörnumönnum," sagði Valur Gunnarsson þegar rætt var um leik Vestra og Stjörnunnar í Innkastinu fyrr í þessari viku.

Stjarnan fór í Laugardalinn og tapaði þar 4-2 gegn Vestra en liðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Varnarleikurinn ekki til útflutnings.

„Þeir voru alveg óttalega slakir í þessum leik. Það var alltof kalt og Vestramenn voru alltof fastir fyrir þá. Þeim langaði bara að vera heima undir teppi. Þeir höfðu engan áhuga á að vera þarna," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Eftir að Stjarnan tapar stórt á Hlíðarenda, þá líða ekki margir dagar en maður hafði reiknað með að þeir væru búnir að stoppa upp í einhver göt þarna. Þeir eru ofboðslega sókndjarfir og ég hef samúð með öftustu línu hjá þeim og Jóhanni Árna sem eru einangruð í skyndisóknum sérstaklega," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson í þættinum og bætti við að jafnvægið fyrir aftan boltann þegar hann væri að tapast sé vandamál hjá Stjörnunni.

„Mér finnst þeir bara bregðast illa við því að fá á sig mörk og lenda undir," sagði Haraldur jafnframt. „Þeir voru litlir í þessum leik."

„Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem þeir hafa verið litlir," sagði Tómas Þór.

Verður margfalt auðveldara fyrir Jökul
Stjarnan endaði síðasta tímabil vel og voru góðir þangað til mótið kláraðist. Fólk hafði trú á þeim fyrir þessa leiktíð en það er ekki eins mikill kraftur í þessu núna. Þeir eru í sjöunda sæti með 13 stig eftir tíu leiki og þeir hafa fengið á sig 18 mörk.

„Af topp sex liðunum fyrir mót, þá eru KR og Stjarnan í mestum vandræðum. Ég held að það verði margfalt auðveldara fyrir Jökul Elísbetarson að laga þetta en fyrir Gregg (Ryder) að koma skikk á þetta KR-lið," sagði Tómas Þór en það er líklega smá pressa á Jökli farandi inn í þetta landsleikjahlé. Sérstaklega þar sem Óskar Hrafn Þorvaldsson er á lausu.

„Þeir eru líklega vel spenntir fyrir honum og eru með öll verkfæri til að búa til verkefni fyrir Óskar," sagði Tómas.
Innkastið - Ömurlegur varnarleikur í markaveislu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner