Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 06. júlí 2020 21:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Sigldum þessu örugglega heim
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hlín Eiríksdóttir hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Ég er bara mjög sátt með þrjú stig og öruggan sigur. Ég veit að við eigum fullt inni sem er bara jákvætt að mínu mati."

"Mér fannst við spila vel á köflum en eins og ég sagði eigum við fullt inni. Þetta datt niður inn á milli en við sigldum þessu bara heim örugglega."


Garðbæingar voru nokkuð sprækar í fyrri hálfleik og náðu að koma sér í ágætis færi. Valur hafði þó svör við þessu í seinni hálfleik:

"Já við þétttum okkur í hálfleik og féllum aðeins aftar það var svona það helsta sem við ræddum í hálfleik og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hlín rétt missti af gullskónum í fyrra og var spurð að því hver markmið hennar væru í deildinni í ár. Hún sagðist vera með sín markmið en væri ekki tilbúin að deila þeim að sinni.
 
Mjólkurbikarinn tekur nú við og á Valur heimaleik við ÍBV.

"Við spiluðum við þær í síðustu viku svo við vitum aðeins meira um þær en við vissum þá og það leggst bara vel í okkur. Við duttum út í 8-liða úrslitum í fyrra minnir mig og að sjálfsögðu ætlum við að gera betur í ár."
 
Nánar er rætt við Hlín í spilaranum hér að ofan, meðal annars um álit hennar á titilbaráttunni í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner