Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
   mán 06. júlí 2020 21:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Sigldum þessu örugglega heim
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hlín Eiríksdóttir hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Ég er bara mjög sátt með þrjú stig og öruggan sigur. Ég veit að við eigum fullt inni sem er bara jákvætt að mínu mati."

"Mér fannst við spila vel á köflum en eins og ég sagði eigum við fullt inni. Þetta datt niður inn á milli en við sigldum þessu bara heim örugglega."


Garðbæingar voru nokkuð sprækar í fyrri hálfleik og náðu að koma sér í ágætis færi. Valur hafði þó svör við þessu í seinni hálfleik:

"Já við þétttum okkur í hálfleik og féllum aðeins aftar það var svona það helsta sem við ræddum í hálfleik og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hlín rétt missti af gullskónum í fyrra og var spurð að því hver markmið hennar væru í deildinni í ár. Hún sagðist vera með sín markmið en væri ekki tilbúin að deila þeim að sinni.
 
Mjólkurbikarinn tekur nú við og á Valur heimaleik við ÍBV.

"Við spiluðum við þær í síðustu viku svo við vitum aðeins meira um þær en við vissum þá og það leggst bara vel í okkur. Við duttum út í 8-liða úrslitum í fyrra minnir mig og að sjálfsögðu ætlum við að gera betur í ár."
 
Nánar er rætt við Hlín í spilaranum hér að ofan, meðal annars um álit hennar á titilbaráttunni í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner