Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. júlí 2022 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Axel Witsel gerir eins árs samning við Atlético (Staðfest)
Witsel mun spila á Spáni í vetur
Witsel mun spila á Spáni í vetur
Mynd: Heimasíða Atlético Madríd
Belgíski miðjumaðurinn Axel Witsel mun spila með Atlético Madríd á næsta tímabili, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag.

Witsel, sem er 33 ára gamall, ákvað að framlengja ekki samning sinn við Borussia Dortmund og yfirgaf því félagið um síðustu mánaðamót.

Miðjumaðurinn öflugi er mikill ævintýramaður en hann hefur spilað í Kína, Rússlandi og Portúgal, ásamt því að hafa auðvitað spilað í heimalandi sínu með Standard Liege.

Witsel náði samkomulagi við spænska félagið Atlético Madríd í síðasta mánuði og var það svo opinberað í dag.

Samningur hans gildir út tímabilið með möguleika á að framlengja um annað ár.

Belgíski landsliðsmaðurinn hefur spilað yfir 600 leiki á sextán ára atvinumannaferli sínum og þá er hann annar leikjahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi með 124 leiki, en það má fastlega gera ráð fyrir því að hann verði í hópnum sem fer á HM í Katar síðar á þessu ári.


Athugasemdir
banner
banner