mið 06. júlí 2022 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Antony reynir að sannfæra Ajax um að lækka verðmiðann
Antony vill komast til Manchester United
Antony vill komast til Manchester United
Mynd: EPA
Viðræðum Manchester United við Ajax um brasilíska sóknarmanninn Antony miðar lítið áfram en enska félagið er ekki tilbúið að ganga að 68 milljón punda verðmiða Ajax. Þetta kemur fram á Goal.com.

Félögin hafa verið í viðræðum um Antony síðustu daga en Ajax er fast á því að vilja 68 milljónir punda.

United er aðeins reiðubúið að greiða rúmar 50 milljónir punda og segir Goal að félögin séu ekki nálægt samkomulagi eins og staðan er í dag.

Antony, sem er 22 ára gamall, er afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir United, en hann vill endurnýja kynni sín við Erik ten Hag, sem hætti með Ajax eftir tímabilið og tók við United.

Umboðsmaður leikmannsins hefur síðustu daga reynt að sannfæra Ajax um að lækka verðmiðann til að gera félagaskiptin að veruleika, en það hefur ekki borið árangur til þessa.

Cristiano Ronaldo er sagður á förum frá United og vill félagið fá Antony í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner