Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 06. júlí 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Uppselt á seinni leikinn gegn Malmö - Nokkrir heppnir geta fengið miða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. hefur tilkynnt að svo gott sem allir miðar fyrir seinni leik liðsins gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildarinnar hafi selst upp.


Íslands- og bikarmeistarar Víkings töpuðu 3-2 á útivelli þrátt fyrir að leika manni færri í tæpa klukkustund. Það eru því góðir möguleikar á sögulegum sigri íslensks félagsliðs gegn stórliði frá Skandinavíu.

Víkingur er að berjast um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en engu íslensku félagsliði hefur tekist að spila í riðlakeppni mótsins. Þó Víkingum takist að fara með óvæntan sigur af hólmi hér gegn Malmö er leiðin í riðlakeppnina enn löng og ströng.

„Við bendum fólki þó á að fylgjast vel með hér á samfélagsmiðlum Víkings þar sem það gætu bæst við nokkrir auka miða í sölu seinna í vikunni," segir meðal annars í færslu Víkings á Facebook.

Þess má geta að Kristall Máni Ingason er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld í fyrri leiknum. Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap eftir að hafa verið sparkaður niður og það seinna fyrir að fagna marki með að sussa á áhorfendur Malmö.


Athugasemdir
banner
banner
banner