Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 06. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Úlfur Arnar: Aldrei í kortunum að þeir væru að fara jafna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel, solid frammistaða. Vorum mjög fínirí fyrri hálfleik en náðum að skerpa vel á því sem við vildum bæta í síðari hálfleik. Mér fannst þessi leikur í raunni aldrei í hættu, við vorum með mjög góða stjórn á honum og ég er bara rosalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum." sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 4-1 sigur á Leikni á Extravellinum í rjómablíðu í dag.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Leiknir R.

„Auðvitað er alltaf gott að komast í 2-0 úr stöðunni 1-0, sérstaklega þegar maður fær víti en svona er bara lífið, ég meina maður fær ekki allt sem maður fær en við héldum áfram og létum þetta ekki á okkur og náðum inn þessu 2-0 marki að lokum og svo er bara eitt skíta mark sem þeir hnoða inn úr einhverri aukaspyrnu  en þá er líka flott að svara þessu svona og klára þetta svona sannfærandi í lokin."

„Mér leið rosalega vel í stöðunni 1-0, mér fannst við bara með það góð tök á leiknum og þetta var mjög heilsteypt frammistaða og mér fannst einhverneigin aldrei í kortunum að þeir væru að fara jafna þetta. Ég beið í rauninni bara eftir að það kæmi 2-0 og 2-1 kom mér bara pínu á óvart."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner