„Mér líður mjög vel, solid frammistaða. Vorum mjög fínirí fyrri hálfleik en náðum að skerpa vel á því sem við vildum bæta í síðari hálfleik. Mér fannst þessi leikur í raunni aldrei í hættu, við vorum með mjög góða stjórn á honum og ég er bara rosalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum." sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 4-1 sigur á Leikni á Extravellinum í rjómablíðu í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 1 Leiknir R.
„Auðvitað er alltaf gott að komast í 2-0 úr stöðunni 1-0, sérstaklega þegar maður fær víti en svona er bara lífið, ég meina maður fær ekki allt sem maður fær en við héldum áfram og létum þetta ekki á okkur og náðum inn þessu 2-0 marki að lokum og svo er bara eitt skíta mark sem þeir hnoða inn úr einhverri aukaspyrnu en þá er líka flott að svara þessu svona og klára þetta svona sannfærandi í lokin."
„Mér leið rosalega vel í stöðunni 1-0, mér fannst við bara með það góð tök á leiknum og þetta var mjög heilsteypt frammistaða og mér fannst einhverneigin aldrei í kortunum að þeir væru að fara jafna þetta. Ég beið í rauninni bara eftir að það kæmi 2-0 og 2-1 kom mér bara pínu á óvart."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.






















