Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
banner
   lau 06. júlí 2024 20:09
Sölvi Haraldsson
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel að hafa unnið, alltaf gaman. Sigurinn nærir.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur Þróttara á Dalvíkingum í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Dalvík/Reynir

Sigurvin var ánægður með leik sinna manna í dag.

Er ekki talað um leik tveggja hálfleika. Mér fannst við bara betri í báðum. Stundum er þetta bara þolinmæðisvinna. Það er erfitt að vinna þetta lið.“

Það var sól og blíða í Laugardalnum í dag og toppaðstæður fyrir knattspyrnuiðkun.

Þetta var draumur. Ég veit nú ekki hvernig Englandsleikurinn fór en ég skil alveg að það var ekki full stúka. En stuðningurinn var frábær hjá þeim sem mættu. Þeir voru háværir þó þeir voru fáir. Vonandi ýtir það undir að ennþá fleiri komi á leikina.

Eftir erfiða byrjun hjá Þrótturum í Laugardalnum hafa þeir núna unnið tvo leiki í röð.

Við höfum breytt aðeins til innanhús. Þetta snýst líka stundum um að finna rétta blöndu. Þegar maður vinnur leik ýtir það líka stunudum undir sjálfstraustið. Spilamennskan hefur almennt verið allt í lagi. Það sem hefur vantað er að ná í punktana og það hefur gengið vel í seinustu tveimur leikjum.

Sigurvin segir að staðan á hópnum sé góð og að það sé mikil tilhlökkun fyrir næsta leik sem er gegn ÍBV.

Það meiddist engin í dag og mér líst mjög vel á leikinn við ÍBV. Hópurinn er þéttur og engin stór vandamál.

Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner