Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   lau 06. júlí 2024 20:09
Sölvi Haraldsson
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel að hafa unnið, alltaf gaman. Sigurinn nærir.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur Þróttara á Dalvíkingum í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Dalvík/Reynir

Sigurvin var ánægður með leik sinna manna í dag.

Er ekki talað um leik tveggja hálfleika. Mér fannst við bara betri í báðum. Stundum er þetta bara þolinmæðisvinna. Það er erfitt að vinna þetta lið.“

Það var sól og blíða í Laugardalnum í dag og toppaðstæður fyrir knattspyrnuiðkun.

Þetta var draumur. Ég veit nú ekki hvernig Englandsleikurinn fór en ég skil alveg að það var ekki full stúka. En stuðningurinn var frábær hjá þeim sem mættu. Þeir voru háværir þó þeir voru fáir. Vonandi ýtir það undir að ennþá fleiri komi á leikina.

Eftir erfiða byrjun hjá Þrótturum í Laugardalnum hafa þeir núna unnið tvo leiki í röð.

Við höfum breytt aðeins til innanhús. Þetta snýst líka stundum um að finna rétta blöndu. Þegar maður vinnur leik ýtir það líka stunudum undir sjálfstraustið. Spilamennskan hefur almennt verið allt í lagi. Það sem hefur vantað er að ná í punktana og það hefur gengið vel í seinustu tveimur leikjum.

Sigurvin segir að staðan á hópnum sé góð og að það sé mikil tilhlökkun fyrir næsta leik sem er gegn ÍBV.

Það meiddist engin í dag og mér líst mjög vel á leikinn við ÍBV. Hópurinn er þéttur og engin stór vandamál.

Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir