Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 06. ágúst 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Kristins: Það er enginn fúll yfir því að sitja á bekknum
Rúnar Kristinsson og félagar eru með þrettán stiga forystu á toppnum
Rúnar Kristinsson og félagar eru með þrettán stiga forystu á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með 5-2 sigurinn á Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld en KR er með þrettán stiga forystu á toppnum eftir fimmtán umferðir.

„Ég er ánægður með þrjú stig og fimm mörk og frábæran sóknarleik hjá okkur í dag. Við spiluðum hratt á milli okkar og náðum að opna þá trekk í trekk. Eina sem ég er ósáttur er mörkin sem við fengum á okkur en fyrir vikið skemmtilegt fyrir áhorfendur að fá sjö mörk," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Kristján Flóki FInnbogason samdi við KR á dögunum en hann kemur frá Start. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn en hann var með mark og stoðsendingu í dag.

„Hann var mjög góður í dag og smellpassar inn í þetta. Hann þekkir þennan leik vel, er klár fótboltamaður, skynsamaður og búinn að bæta sig erlendis undanfarin ár og mikill fengur fyrir okkur. Hann skorar mark og leggur upp mark mjög vel. Hann er sterkur í loftinu og tekur mikið til sín."

Það er mikil samkeppni í KR-liðinu en hann segir að allir leikmenn séu í þessu saman og að það sé enginn fúll yfir því að sitja á tréverkinu.

„Það eykur þann hausverk sem fyrir var. Við viljum hafa samkeppni og á meðan menn eru í heiðarlegri samkeppni og vinna í því saman alla vikuna að ná árangri fyrir KR þá er þetta í góðu lagi. Það er enginn fúll yfir því að sitja á bekknum þá menn eigi kannski aðeins að vera það."

KR er eins og áður segir með þrettán stiga forystu þegar liðið á sjö leiki eftir en það er enginn að fara fram úr sér í vesturbænum.

„Nei, alls ekki. Við eigum fullt af leikjum eftir og það er fullt af stigum í pottinum sem okkur langar í. Við förum í Kórinn og spilum við HK sem er heitasta liðið í dag," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner