Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í hádeginu í dag var spurt að því hvort möguleiki sé að spilað verði í Pepsi Max-deildinni um helgina.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, vísaði spurningunni yfir á Rögnvald Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, vísaði spurningunni yfir á Rögnvald Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það er búið að senda inn beiðni til heilbrigðisráðuneytisins og þetta er til umsagnar þar," sagði Rögnvaldur á fundinum.
Vonast er eftir því að svar muni berast frá yfirvöldum í dag en mörg félög þurfa að fá upplýsingar sem fyrst vegna ferðalaga og annars.
Það er lítið nýtt að frétta en enn er haldið í vonina um að hægt verði að leika um helgina. Ekki hefur leikjum helgarinnar verið frestað en ekki hefur verið leikið í íslenska boltanum síðan 30. júlí eftir hertar reglur yfirvalda.
KSÍ skilaði inn tillögum um með hvaða hætti sé hægt að hefja leik að nýju en um alla Evrópu er fótbolti í gangi, þar á meðal í öllum nágrannalöndum okkar.
Sérstaklega er knappur tími og lítið svigrúm varðandi leikjadagskrána í Pepsi Max-deild karla og mikið er í húfi varðandi Evrópukeppnina. Rætt hefur verið um að leika mögulega án áhorfenda í næstu leikjum.
Athugasemdir