Enska B-deildarfélagið Bournemouth hefur hafnað 12 milljón punda tilboði Sheffield United í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Þetta kemur fram á Sky Sports.
Bournemouth féll úr úrvalsdeildinni í lokaumferðinni á meðan nýliðar Sheffield United náðu frábærum árangri og hafnaði í 9. sæti deildarinnar.
Dean Henderson varði mark Sheffield United á tímabilinu en hann var á láni frá Manchester United.
Sky Sports greinir frá því að Bournemouth hafi hafnað 12 milljón punda tilboði Sheffield United í Ramsdale.
Ramsdale er 22 ára gamall og er eftirsóttur af mörgum úrvalsdeildarfélögum. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bournemouth og vill félagið fá að minnsta kosti 20 milljón punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir