Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 06. ágúst 2020 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Norwich hafnaði 10 milljón punda tilboði Liverpool í Lewis
Jamal Lewis í leik með Norwich
Jamal Lewis í leik með Norwich
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Norwich City hafnaði í dag 10 milljón punda tilboði Liverpool í enska varnarmanninn Jamal Lewis. Það er enski blaðamaðurinn Paul Joyce sem greinir frá.

Liverpool hefur sýnt mikinn áhuga á Lewis síðustu daga en félagið lagði fram tiboð í kappann í dag.

Lewis, sem er 22 ára gamall vinstri bakvörður, féll niður úr úrvalsdeildinni með Norwich á dögunum, en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, vill breikka hópinn fyrir komandi leiktíð.

Samkvæmt Joyce og enska miðlinum Athletic þá lagði Liverpool fram 10 milljón punda tilboð í Lewis en Norwich hafnaði því.

Lewis er afar spenntur fyrir tækifærinu að spila með Liverpool en það er gert ráð fyrir því að Liverpool leggi fram nýtt og betra tilboð í leikmanninn á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner