lau 06. ágúst 2022 20:30
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Fyrsti sigur Magna síðan í maí - Þróttarar léku sér að KF
Magnamenn gefast aldrei upp
Magnamenn gefast aldrei upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttarar eru í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Njarðvík
Þróttarar eru í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magnamenn ætla að leggja allt í að halda sér uppi í 2. deildinni og tók liðið skref í áttina að því í dag er liðið lagði ÍR að velli, 2-0. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í maí og annar sigur liðsins á öllu tímabilinu en þá vann Þróttur R. 6-1 stórsigur á KF í Laugardalnum.

Magni vann síðast Hött/Hugin 3-2 þann 20, maí og var það fyrsti sigur liðsins í deildinni. Gengið hefur verið fremur slakt til þessa en sigur liðsins í dag gefur von.

Kristófer Óskar Óskarsson kom liðinu yfir gegn ÍR á 24. mínútu áður en Jesse Devers gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks. Magni er því með 9 stig í botnsætinu, sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö leikir eru eftir. ÍR er í 7. sæti með 16 stig.

Víkingur Ó. og Höttur/Huginn gerðu 1-1 jafntefli á Ólafsvíkurvelli en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Brynjar Vilhjálmsson tók forystuna fyrir Víking á 49. mínútu áður en Stefán Ómar Magnússon jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Víkingur er í 6. sæti með 16 stig en Höttur/Huginn í 8. sæti með 15 stig.

Haukar og Völsungur gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum. Staðan var 1-1 í hálfleik en Fannar Óli Friðleifsson kom Haukum yfir á 65. mínútu leiksins. Það tók gestina innan við mínútu að svara með jöfnunarmarki og þar við sat. Haukar eru í 5. sæti með 24 stig en Völsungur í 4. sæti með 26 stig.

Þróttarar ætla sér í baráttu við Njarðvík um efsta sætið en liðið sýndi það með því að rúlla yfir KF, 6-1. Ernest Slupski og Hinrik Harðarson skoruðu báðir tvö mörk og þá komust þeir Izaro Abella Sanchez og Andi Morina einnig á blað.

Þróttur er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, fimm stigum á eftir toppliði Njarðvíkur. KF er í 9. sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ó. 1 - 1 Höttur/Huginn
1-0 Brynjar Vilhjálmsson ('49 )
1-1 Stefán Ómar Magnússon ('69 )

Magni 2 - 0 ÍR
1-0 Kristófer Óskar Óskarsson ('24 )
2-0 Jesse James Devers ('90 , Mark úr víti)

Haukar 2 - 2 Völsungur
0-1 Santiago Feuillassier Abalo ('10 )
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson ('36 )
2-1 Fannar Óli Friðleifsson ('65 )
2-2 Tomas Salamanavicius ('66 )

Þróttur R. 6 - 1 KF
1-0 Ernest Slupski ('6 )
2-0 Hinrik Harðarson ('35 )
3-0 Ernest Slupski ('40 )
4-0 Izaro Abella Sanchez ('49 )
5-0 Hinrik Harðarson ('66 )
6-0 Andi Morina ('87 )
6-1 Julio Cesar Fernandes ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner