Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi, ég held að engum líði vel að fá sig svona mörk eins og við fengum á okkur í lokin með þessum hætti." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skoraði sigurmark undir lok leiksins en leikur var nokkuð jafn og hefði í raun getað dottið hvorum megin sem var, Fram skapaði sér þó hættulegri færi.

„Mér fannst vanta slatta upp á í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að skapa mikið af færum og við verðum að skoða það. Við hefðum viljað skapa fleiri færi og þeir fá að mínu mati of góð færi."

Varnarmenn Stjörnunnar voru ekki með kveikt á sér í sigurmarki Framara og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir það mark.

„Mér finnst mjög pirrandi að fá á okkur mörk alveg sama hvernig þau eru. Þetta er dýrt og svekkjandi. Þetta er óþarfi og við erum allir mjög svekktir."

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir Evrópuleik þar sem liðið beið afhroð gegn Paide frá Eistlandi.

„Við tókum okkur frí yfir helgina og svo var bara áfram. Það er hugur í mönnum og það mun halda áfram. Það var svekkjandi að tapa þeim leik með þessum hætti en þá þarf bara að gera meira, ekkert annað í stöðunni."

Því hefur verið kastað fram í umræðu hér og þar að tap Stjörnunnar gegn Paide hafi verið eitt það versta sem Íslensk félagslið hefur lent í frá upphafi í Evrópukeppni.

„Ég ætla ekki að dæma um það. Ég átta mig ekki á því. Ég þekki söguna ekki nægilega vel og er bara alveg sama. Við erum bara svekktir með leikinn, bæði með mörkin sem við fengum á okkur og bara hvernig við mættum til leiks. Það hvernig við bregðumst við því skiptir mig meira máli en fyrirsagnir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner