Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi, ég held að engum líði vel að fá sig svona mörk eins og við fengum á okkur í lokin með þessum hætti." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skoraði sigurmark undir lok leiksins en leikur var nokkuð jafn og hefði í raun getað dottið hvorum megin sem var, Fram skapaði sér þó hættulegri færi.

„Mér fannst vanta slatta upp á í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að skapa mikið af færum og við verðum að skoða það. Við hefðum viljað skapa fleiri færi og þeir fá að mínu mati of góð færi."

Varnarmenn Stjörnunnar voru ekki með kveikt á sér í sigurmarki Framara og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir það mark.

„Mér finnst mjög pirrandi að fá á okkur mörk alveg sama hvernig þau eru. Þetta er dýrt og svekkjandi. Þetta er óþarfi og við erum allir mjög svekktir."

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir Evrópuleik þar sem liðið beið afhroð gegn Paide frá Eistlandi.

„Við tókum okkur frí yfir helgina og svo var bara áfram. Það er hugur í mönnum og það mun halda áfram. Það var svekkjandi að tapa þeim leik með þessum hætti en þá þarf bara að gera meira, ekkert annað í stöðunni."

Því hefur verið kastað fram í umræðu hér og þar að tap Stjörnunnar gegn Paide hafi verið eitt það versta sem Íslensk félagslið hefur lent í frá upphafi í Evrópukeppni.

„Ég ætla ekki að dæma um það. Ég átta mig ekki á því. Ég þekki söguna ekki nægilega vel og er bara alveg sama. Við erum bara svekktir með leikinn, bæði með mörkin sem við fengum á okkur og bara hvernig við mættum til leiks. Það hvernig við bregðumst við því skiptir mig meira máli en fyrirsagnir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir