Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd orðað við fjóra miðjumenn auk Ugarte
Youssouf Fofana.
Youssouf Fofana.
Mynd: EPA
Manchester United hefur verið orðað við Manuel Ugarte, miðjumann PSG, í allt sumar en í gær var fjallað um að athyglin hjá enska félaginu færi nú frá úrúgvæska miðjumanninum.

Ugarte er sagður opinn fyrir því að fara til Englands en PSG er að biðja um of háa upphæð fyrir kappann að mati United.

United er orðað við fjóra aðra miðjumenn. Það eru þeir Youssouf Fofana (Mónakó), Martin Zubimendi (Real Sociedad), Sofyan Amrabat (Fiorentina) og Sander Berge (Burnley).

Talið er að United þurfi að selja leikmann svo hægt sé að fá inn annan í staðinn. Scott McTominay hefur mikið verið orðaður í burtu og hefur United í tvígang hafnað tilboði frá Fulham í Skotann.
Enski boltinn - Man Utd aftur í Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner