Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru vonbrigði að tapa leik, það fer illa í mann," sagði Túfa eftir tap Vals gegn KA í fyrsta leik hans sem þjálfari liðsins.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við komum vel inn í leikinn, gott tempó í liðinu, boltalausar hreyfingar og gott flæði á boltanum innan liðsins. Fáum tvö dauðafæri til að uppskera mark sem við áttum skilið á þeim tímapunkti. Það vantaði bara mark til að fá meira sjálfstraust."

Valur var manni færri síðasta hálftímann eftir að Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið.

„Þá þurfum við að aðlagast og breyta kerfinu. Það var samt mikill karakter og hungur í liðinu að jafna leikinn og vorum nálægt því án þess þó að skapa opin færi en vorum samt nálægt því að jafna metin og fá stig," sagði Túfa.

Valsmenn töldu að brotið hafi verið á Gylfa Þór Sigurðssyni í aðdraganda marksins. Þá var Túfa ósáttur með varnarleik liðsins í markinu.

„Ég held að allir sáu það að það hafi verið brotið á honum í tvígang og svo þarf ég að skoða betur staðsetninguna á Viðari. Það er samt ekkert hægt að kvarta yfir því. Við þurfum að koma okkur á rétta braut, leggja mikla vinnu á okkur alla, fyrst ég og svo strákarnir. Við þurfum að nota hvern einasta dag vel til að fjölga þessu eins og byrjunin á leiknum."

Túfa var ráðinn þjálfari liðsins um mánaðarmótin svo hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leikinn.

„Þetta var mjög stuttur tími. Fékk tvo daga að undirbúa þennan leik, ekki meiri tími til að vinna með liðinu en svona er fótbolti. Þú getur ekki valið þér móment fyrir eitt né neitt. Það er hungur í mönnum og góð stemning. Menn reyna að leggja hart að sér að snúa genginu við, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Túfa.

Túfa lék með KA frá 2006-2012 og aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari liðsins frá 2012-2018.

„Það var góð tilfinning að koma aftur inn í deildina og stýra fyrsta leiknum í Bestu deildinni. Að koma hingað norður þar sem ég var í 13 ár og þekki allt og alla en svekktur með niðurstöðuna úr leiknum," sagði Túfa.


Athugasemdir
banner
banner
banner