Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru vonbrigði að tapa leik, það fer illa í mann," sagði Túfa eftir tap Vals gegn KA í fyrsta leik hans sem þjálfari liðsins.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við komum vel inn í leikinn, gott tempó í liðinu, boltalausar hreyfingar og gott flæði á boltanum innan liðsins. Fáum tvö dauðafæri til að uppskera mark sem við áttum skilið á þeim tímapunkti. Það vantaði bara mark til að fá meira sjálfstraust."

Valur var manni færri síðasta hálftímann eftir að Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið.

„Þá þurfum við að aðlagast og breyta kerfinu. Það var samt mikill karakter og hungur í liðinu að jafna leikinn og vorum nálægt því án þess þó að skapa opin færi en vorum samt nálægt því að jafna metin og fá stig," sagði Túfa.

Valsmenn töldu að brotið hafi verið á Gylfa Þór Sigurðssyni í aðdraganda marksins. Þá var Túfa ósáttur með varnarleik liðsins í markinu.

„Ég held að allir sáu það að það hafi verið brotið á honum í tvígang og svo þarf ég að skoða betur staðsetninguna á Viðari. Það er samt ekkert hægt að kvarta yfir því. Við þurfum að koma okkur á rétta braut, leggja mikla vinnu á okkur alla, fyrst ég og svo strákarnir. Við þurfum að nota hvern einasta dag vel til að fjölga þessu eins og byrjunin á leiknum."

Túfa var ráðinn þjálfari liðsins um mánaðarmótin svo hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leikinn.

„Þetta var mjög stuttur tími. Fékk tvo daga að undirbúa þennan leik, ekki meiri tími til að vinna með liðinu en svona er fótbolti. Þú getur ekki valið þér móment fyrir eitt né neitt. Það er hungur í mönnum og góð stemning. Menn reyna að leggja hart að sér að snúa genginu við, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Túfa.

Túfa lék með KA frá 2006-2012 og aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari liðsins frá 2012-2018.

„Það var góð tilfinning að koma aftur inn í deildina og stýra fyrsta leiknum í Bestu deildinni. Að koma hingað norður þar sem ég var í 13 ár og þekki allt og alla en svekktur með niðurstöðuna úr leiknum," sagði Túfa.


Athugasemdir
banner
banner