Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 06. ágúst 2024 23:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru vonbrigði að tapa leik, það fer illa í mann," sagði Túfa eftir tap Vals gegn KA í fyrsta leik hans sem þjálfari liðsins.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við komum vel inn í leikinn, gott tempó í liðinu, boltalausar hreyfingar og gott flæði á boltanum innan liðsins. Fáum tvö dauðafæri til að uppskera mark sem við áttum skilið á þeim tímapunkti. Það vantaði bara mark til að fá meira sjálfstraust."

Valur var manni færri síðasta hálftímann eftir að Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið.

„Þá þurfum við að aðlagast og breyta kerfinu. Það var samt mikill karakter og hungur í liðinu að jafna leikinn og vorum nálægt því án þess þó að skapa opin færi en vorum samt nálægt því að jafna metin og fá stig," sagði Túfa.

Valsmenn töldu að brotið hafi verið á Gylfa Þór Sigurðssyni í aðdraganda marksins. Þá var Túfa ósáttur með varnarleik liðsins í markinu.

„Ég held að allir sáu það að það hafi verið brotið á honum í tvígang og svo þarf ég að skoða betur staðsetninguna á Viðari. Það er samt ekkert hægt að kvarta yfir því. Við þurfum að koma okkur á rétta braut, leggja mikla vinnu á okkur alla, fyrst ég og svo strákarnir. Við þurfum að nota hvern einasta dag vel til að fjölga þessu eins og byrjunin á leiknum."

Túfa var ráðinn þjálfari liðsins um mánaðarmótin svo hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leikinn.

„Þetta var mjög stuttur tími. Fékk tvo daga að undirbúa þennan leik, ekki meiri tími til að vinna með liðinu en svona er fótbolti. Þú getur ekki valið þér móment fyrir eitt né neitt. Það er hungur í mönnum og góð stemning. Menn reyna að leggja hart að sér að snúa genginu við, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Túfa.

Túfa lék með KA frá 2006-2012 og aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari liðsins frá 2012-2018.

„Það var góð tilfinning að koma aftur inn í deildina og stýra fyrsta leiknum í Bestu deildinni. Að koma hingað norður þar sem ég var í 13 ár og þekki allt og alla en svekktur með niðurstöðuna úr leiknum," sagði Túfa.


Athugasemdir
banner