sun 06. september 2020 11:30
Victor Pálsson
Bað Ronaldo um að setja á sig grímu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, sat í stúkunni í gær er portúgalska landsliðið fór létt með það króatíska í Þjóðadeildinni.

Ronaldo var ekki með í leiknum en hann var stunginn af býflugu fyrir viðureignina og fékk sýkingu í tá.

Það kom þó ekki að sök en þeir Joao Cancelo, Diogo Jota, Joao Felix og Andre Silva komust á blað í öruggum 4-1 sigri portúgalska liðsins.

Ronaldo var ekki með grímu í stúkunni á meðan hann horfði á leikinn og var vinsamlegast beðinn um að setja á sig eina slíka af vallarstarfsmanni.

Sóknarmaðurinn tók ágætlega í þessa beiðni og teygði sig í sætið sér við hlið og setti á sig grímuna.

Óvíst er hvort Ronaldo nái næsta leik Portúgals sem er gegn Svíþjóð næstkomandi þriðjudag.



Athugasemdir
banner
banner
banner