Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 06. september 2020 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik á leið frá Brentford til Viborg
Patrik og Ísak Óli Ólafsson.
Patrik og Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn er á leið til Viborg í Danmörku á láni frá enska félaginu Brentford.

Orri Rafn Sigurðarson, íþróttalýsandi á Viaplay og fyrrum fréttaritari Fótbolta.net segir frá þessu á Twitter.

Patrik, sem er 19 ára, er einn af efnilegustu markvörðum landsins. Hann var í U21 landsliðinu sem vann Svíþjóð í síðustu viku og er í A-landsliðshópnum sem mætir Belgíu á þriðjudag.

Patrik er uppalinn í Breiðabliki en hann gekk í raðir Brentford 2018. Hann hefur verið í unglingaliðum þar og verið á banka á aðlliðsdyrnar. Hann var á láni hjá Southend í ensku C-deildinni um nokkurt skeið á síðustu leiktíð.

Viborg er í dönsku 1. deildinni og því verða tveir íslenskir markverðir þar á komandi tímabili. Elías Rafn Ólafsson, kollegi Patriks í U21 landsliðinu, er á láni hjá Fredericia.


Athugasemdir
banner
banner
banner