
Þetta er svo sárt, svo ótrúlega sárt. Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi og þarf því að fara í umspil um að komast á HM.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum í kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum í kvöld.
Lestu um leikinn: Holland 1 - 0 Ísland
Sandra Sigurðardóttir - 10
Algjörlega mögnuð í þessum leik.
Guðný Árnadóttir - 8
Var best í varnarlínu Íslands í leiknum. Hún bjargaði frábærlega á línu í fyrri hálfleik.
Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Hefur oft kannski verið meira sannfærandi í vörn Íslands, en barðist hetjulega. Var í baráttunni í markinu.
Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Stóð sína plikt lengi vel og barðist af lífi og sál, en hreinsanir og annað er ábótarvant.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 6
Fékk erfitt verkefni í kvöld og það er í raun lítið við hana að sakast. Hefði stundum kannski átt að vera agressívari að fara út í fyrirgjafir. Á eftir að vaxa og dafna í þessari stöðu.
Dagný Brynjarsdóttir - 5
Erfitt að vera lengi vel í undirtölu á miðjunni og fann sig ekki alveg.
Sara Björk Gunnarsdóttir - 6
Barðist eins og ljón líkt og alltaf, en tapaði boltanum oft á hættulegum stöðum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 7 ('80)
Hljóp úr sér lungun og gerði vel í því að búa til færi sem Ísland átti að skora úr.
Sveindís Jane Jónsdóttir - 7
Átti að skora klárlega, en nánast allur sóknarleikur Íslands fór í gegnum hana. Hún var að búa til þegar hún fékk tækifæri til þess og þegar hún fékk boltann þá fékk liðið tækifæri til að anda.
Svava Rós Guðmundsdóttir - 5 ('45)
Erfiður fyrri hálfleikur og var kippt af velli.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 5 ('80)
Komst skiljanlega ekki í takt við leikinn þar sem við vorum að verjast svo mikið.
Varamenn
Selma Sól Magnúsdóttir - 7 ('45)
Frábær innkoma hjá henni.
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir