Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fær vel borgað ef hann verður rekinn - „Orðið helvíti súrt"
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: EPA
Of góðir einstaklingar til að falla
Of góðir einstaklingar til að falla
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, fær að minnsta kosti 10 milljónir punda ef hann verður rekinn frá félaginu. Leiceter hefur ekki byrjað tímabil jafn illa í 39 ár, liðið er með eitt stig eftir sex fyrstu umferðirnar - á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Framtíð Rodgers er sögð í uppnámi en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann skrifaði undir nýjan samning í desember 2019 og varð þá launahæsti stjóri í sögu félagsins.

Daily Mail kveðst hafa heimildir fyrir því að ef Rodgers verður rekinn þurfi Leicester að greiða honum dágóða summu.

Rodgers er ósáttur við að félagið náði ekki í fleiri leikmenn í glugganum. Einu leikmennirnir sem komu inn voru varnarmaðurinn Wout Faes (15 milljónir punda) og markvörðurinn Alex Smithies (frjálsri sölu). Félagið seldi Wesley Fofana til Chelsea fyrir um fimm sinnum hærri upphæð en félagið greiddi fyrir Faes.

Sjá einnig:
Ummæli Rodgers eftir tapið gegn Brighton: Það er engin töfralausn

Rætt var um Rodgers og slæma byrjun Leicester í Enska boltanum þar sem sjötta umferðin var gerð upp. Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan.

„Ég veit ekki hvort Rodgers labbi í burtu eða bíði eftir því að fá sparkið, fá samninginn borgaðan. Ég held að það sé erfitt að vinna í þessu umhverfi, ert alltaf að búa eitthvað til en svo missiru bestu gæjana þína og færð ekkert inn á móti. Maður veit ekki hvaða leikmenn nenna að vera þarna og hverjir ekki," sagði Aksentije Milisic í þættinum. Umræða hefur verið um að Youri Tielemans og James Maddison hefðu viljað fara í sumar en ekki kom nægilega gott tilboð í miðjumennina.

„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort Rodgers verði rekinn eða ekki, hvort þeir ætla að treysta honum þar sem hann hefur gert góða hluti. Þetta er orðið helvíti súrt en ég held að þeir falli ekki. Þeir eru með of góða einstaklinga til þess, þetta lið á aldrei að falla ef þessir gæjar nenna þessu," sagði Aksentije
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner