Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 06. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Meistararnir byrja í Skotlandi
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid fara til Skotlands
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid fara til Skotlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaradeild Evrópu hefst aftur í kvöld eftir gott sumarfrí og er nóg af stórskemmtilegum leikjum á dagskrá.

Chelsea fer til Króatíu og spilar við Dinamo Zagreb í E-riðli á meðan Milan heimsækir Salzburg.

Í F-riðli fara Evrópumeistarar Real Madrid til Skotlands og spila þar við Celtic en Leipzig fær Shakhtar Donetsk í heimsókn.

Manchester City mætir Sevilla í G-riðlinum og þá fara Íslendingarnir í danska liðinu FCK til Þýskalands og mæta Borussia Dortmund.

PSG og Juventus eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeildinni í H-riðli og þá spilar Benfica við Maccabi Haifa frá Ísrael.

Leikir dagsins:

E-riðill:
16:45 Dinamo Zagreb - Chelsea
19:00 Salzburg - Milan

F-riðill:
19:00 Celtic - Real Madrid
19:00 RB Leipzig - Shakhtar D

G-riðill:
16:45 Dortmund - FCK
19:00 Sevilla - Man City

H-riðill:
19:00 PSG - Juventus
19:00 Benfica - Maccabi Haifa
Athugasemdir
banner
banner
banner