þri 06. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Puyol: Ekki of seint fyrir Messi að koma aftur til Barcelona
Lionel Messi gæti farið aftur til Barcelona
Lionel Messi gæti farið aftur til Barcelona
Mynd: EPA
Carles Puyol, fyrrum samherji Lionel Messi hjá Barcelona, segir það ekki of seint fyrir Argentínumanninn að snúa aftur til félagsins.

Messi yfirgaf Barcelona á síðasta ári eftir að reglur um launaþak tóku gildi en Börsungar áttu engan möguleika á því að skrá Messi þar sem launakostnaður félagsins var langt yfir mörkum.

Hann neyddist því til að yfirgefa félagið eftir að hafa verið þar í 21 ár og samdi við Paris Saint-Germain.

Messi á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og hefur það verið í umræðunni að hann gæti snúið aftur til félagsins á næsta ári.

Puyol, sem spilaði með Barcelona í einu besta liði allra tíma, vonast til þess að fá hann aftur til félagsins.

„Það er ekki of seint fyrir Leo Messi að koma aftur. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og það getur ýmislegt gerst á þeim tíma. Þetta fer eftir Xavi og Leo, en hann verður alltaf velkominn til Barca," sagði Puyol við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner