Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 06. október 2019 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neita því að Pogba biðji um 600 þúsund pund á viku
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Er Donyell Malen aftur á leið til Arsenal.
Er Donyell Malen aftur á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins. BBC tók saman.



Leicester er að leita að eftirmanni Ben Chilwell (22) þar sem vinstri bakvörðurinn er á óskalista bæði Chelsea og Manchester City. (Sun on Sunday)

Manchester United neitar því að Paul Pogba (26) sé að biðja um 600 þúsund pund í vikulaun til þess að hann skrifi undir nýjan samning. Pogba á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum. (Sunday Mirror)

Manchester United vill fá Callum Wilson (27), sóknarmann Bournemouth, í janúar. United vonast til þess að freista hans með möguleikanum á að hann auki líkurnar á því að komast í landsliðshóp Englands fyrir EM 2020. (Sunday Express)

Arsenal mun berjast við AC Milan um Donyell Malen (20), sóknarmann PSV. Arsenal er tilbúið að greiða 50 milljónir punda fyrir hann. Malen lék í unglingaliðum Arsenal, en var seldur 2017 fyrir 500 þúsund pund. (Tuttosport)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, er áhugasamur um Ollie Watkins, sóknarmann Brentford. Hann mun bjóða 15 milljónir punda í hann. (Sun on Sunday)

Umboðsmaður Son Heung-min (27), framherja Tottenham, útilokar ekki að Son muni spila með Napoli í framtíðinni. (Calciomercato)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur látið Christian Pulisic (21) að verðmiðinn á honum skipti litlu sem engu máli þegar kemur að byrjunarliðssæti. Kantmaðurinn var keyptur á 58 milljónir punda, en hefur lítið spilað í upphafi tímabils. (Sunday Mirror)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er að íhuga að taka upp hlutverk hjá FIFA. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur sem knattspyrnustjóri. (beIN Sports)

Sean Longstaff (21), miðjumanni Newcastle, hefur verið sagt að gleyma skiptum yfir til Manchester United. (Sunday Mirror)

Varnarmaðurinn David Luiz (32) segist ekki hafa hugsað sig tvisvar um áður en hann skipti yfir til Arsenal frá Chelsea síðasta sumar. Hann segist hafa haft aðrar hugmyndir um framtíð leiksins en Lampard, stjóri Chelsea. (Metro)

David de Gea (28), markvörður Man Utd, hefur áhuga á að kaupa spænska B-deildarfélagið Elche. Hann þarf aðeins að greiða 16 milljónir punda fyrir það. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner