Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 06. október 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico gerði jafntefli - Diego ekki inn í myndinni
Sandro Ramirez klúðraði víti.
Sandro Ramirez klúðraði víti.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til leiksloka í þremur leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Atletico Madrid gerði markalaust jafntefli gegn Real Valladolid, félaginu sem Ronaldo á. Valladolid fékk besta færi leiksins á 38. mínútu, en Sandro Ramirez, lánsmaður Everton, tókst ekki að skora af vítapunktinum. Hann skaut yfir markið.

Atletico er í öðru sæti, þremur stigum frá nágrönnunum í Real Madrid. Valladolid er í 12. sæti.

Iago Aspas skoraði sigurmark Celta Vigo gegn Athletic Bilbao og þá unnu nýliðar Mallorca góðan sigur gegn Espanyol. Bæði Mallorca og Espanyol eru í fallsæti, Mallorca í 18. sæti með sjö stig og Espanyol í 19. sæti með fimm stig.

Valladolid 0 - 0 Atletico Madrid
0-0 Sandro Ramirez ('37 , Misnotað víti)

Celta 1 - 0 Athletic
1-0 Iago Aspas ('74 )

Mallorca 2 - 0 Espanyol
1-0 Ante Budimir ('37 )
2-0 Salva Sevilla ('73 )

Leikir kvöldsins:
16:30 Real Sociedad - Getafe (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Barcelona - Sevilla (Stöð 2 Sport 3)

Diego ekki í hóp
Bakvörðurinn Diego Jóhannesson var ekki í leikmannahópi Real Oviedo er liðið gerði jafntefli gegn Numancia á heimavelli.

Diego hefur ekki spilað með Oviedo síðan 19. september, en hann er víst ekki inn í myndinni hjá þjálfara liðsins í augnablikinu.

Real Oviedo er í 21. sæti af 22 liðum í spænsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner